Leita í fréttum mbl.is

Olíufurstinn

Skipið rennur inn fjörðinn, vélstjórarnir hlaupa um vélarrúmið, svitadropar leka niður enni. Þeir gera sig klára að drepa á. Á borðinu inn í vaktklefa liggur ógreiddur reikningur. Reikningur frá Peltor, eyrnaskjól sem aldrei voru notuð. Þurftum þau ekki þennan túrinn, þessvegna voru þau óopnuð í kassanum. Svona hefði sögusvið fyrsta túr nýja skips Fáfnis Offshore mögulega byrjað. Fáfnismenn fjárfestu nýlega í blendingi. Ekki er ég að tala um hvolpa; heldur sérútbúið þjónustuskip knúið jafnt af diesel og rafmagni. Þrátt fyrir þann flaum að eignast nýtt skip bera forstöðumenn Fáfnis sig gjarnan auman. Auman um hve illa íslenskir ráðamenn búi í stakk fyrirtæki þeirra. Sökum íslenskra stjórnvalda – halda Fáfnismenn - geti þeir ekki siglt skipið undir íslensku flaggi. Nú er ég ekki nógu vel að mér í regluverki íslenskrar skipaskráningar en sé þetta rétt hjá Steingrími Erlingssyni - að haftastefna stjórnvalda leggi steina í götu þeirra er vilja hér nýskrá skip – þá verður lagabókstafnum að breyta. Höldum okkur við skipið, er þetta fyrsta „hybrid“ skip Íslands það sem koma skal? Er gamla diesel vélin úr sér gengin?

skulum við framkvæma hugsaða tilraun, við skulum gleyma öllu svartsýnisrausi um kvóta, ábyrga fiskveiðistjórnun, olíuverð, LÍÚ, vistkerfi, makríldeilu o.s.frv. Hreinsum hugann og ímyndum okkur tilbúna atburðarás. Aðstæðurnar eru þessar: Einhver ónefndur her í leit að olíu ræðst inn í ónefnt þjóðríki. Innrásin misheppnast og öll olíuframleiðsla eins og við þekkjum hana stöðvast. Þetta hljómar kannski langsótt en alls ekki ómögulegt. Olíuskorturinn gegnir því hlutverki að vera nægjanleg forsenda fyrir framvindu atburðarásarinnar.

Skiptum nú yfir í sjárvarútvegsráðuneytið. Þar – eins og oft áður - situr ráðherrann við skrifborðið sitt. Hann strýkur yfir hnotuna og dáist af handverkinu, hún opnar efstu skúffuna þar sem hún geymir neyðarpelann, gamall whisky fleygur frá menntaskólaárunum. Síminn er búinn að hringja stanslaust í allan morgunn. Hún sippar í sig einum sjúss, grettir sig og blæs hraustlega út. Tekur loks upp símann og hefst handa. Verkefnið er vandasamt. Vægast sagt. Það þarf að endurnýja orkugjafa íslenska flotans á einu bretti. Hvaða möguleikar eru í stöðunni? Við hvaða vandamál þurfa ráðherrar og útgerðamenn framtíðarinnar að kljást við? Spurningin sem við ættum kannski að spyrja okkur frekar er; hvaða verkefni bíða vélstjórum (í. smuröpum) framtíðarinnar? Áður en við skoðum mögulega sporgöngumenn bulluvéla skulum við líta á viðmið dagsins í dag. Hvað á ég við með því? Lestu þetta.

Lang útbreiddasta knúningsafl skipa á heimsvísu er díesel-vélin. Hún er það ekki að ástæðulausu, kynslóð eftir kynslóð, allt frá tímum gufunar hefur mannkynið haft reynslu af henni, þessi reynsla gerir það ekki einungis að verkum að tæknilega hlið hennar er auðskilin, heldur er tengslanet vélarinnar þ.e.a.s. samspil framleiðanda, varahlutaþjónustu, starfsfólks allt til staðar. Vélin ber með sér þekkingu og menntastofnanir sem viðhalda henni. Hún er ekkert að hverfa á næstunni. Við ætlum að líta framhjá öllu þessu og á einum degi gerum við hana gagnslausa. Snúum okkur þessvegna aftur að hugsuðu tilrauninni.

Ráðherrann vill koma flotanum sem fyrst á stað því eins og skáldið sagði: „Tæm is monní.“ Hérna langar mig að benda á  eina lausn, lausn sem krefst lítillar fyrirhafnar. Orð dagsins er líforka. Einnig þekkt sem bíó-díesel en með því er hægt að nota þann vélbúnað sem er þegar til staðar. Sniðugt til að byrja með en líforkan hefur sína vankanta. Áður en hægt er að dæla því á tankinn þarf að rækta það, til þess að rækta það þarf landsvæði. Helling af landsvæði. MacKay (2011) reiknar það út að til að knýja fragtflota úthafanna þurfi 7.3 x 1018 Júl á ári. Setjum þetta í skiljanlegra samhengi; Þetta þýðir það að til að halda flutningaskipa flotanum gangandi þarf að leggja undir (ræktanlegt) landssvæði sem nemur tvöfaldri stærð Bretlands. Allt þetta landsvæði eingöngu fyrir eldsneyti gerði það að verkum að fæðuöryggi heimsins yrði ógnað. Hvorki skipstjórar né hásetar geta án kokksins verið. Gefum okkur það, svo ráðherrann í dæminu okkar sleppi við harðort símtal frá kollega sínum í landbúnarðarráðuneytinu; að  líforka sé ekki fýsilegur kostur fyrir hinn ankeraða íslenska skipaflota, alla vega til lengri tíma litið.

 

Haustið 2008 var ráðherrann okkar að gangi við Austurvöll þegar hún heyrir lögregluþjón öskra: „gas, gas, gas! af götunni!“ Minnug þessa atburðs og tímum hennar úr vélskólanum spurði hún sig eftirfarandi spurningar. Hvað með fljótandi náttúrulegt gas til að koma flotanum af götunni? Notkun gass er ekki ný af nálinni í bulluvélum né notkun þess á flutningaskipum. Heimspekin við notkun gass er að notast við hefðbundið „þungt“ eldsneyti (olíu) aðeins þegar kostnaður þess er lægri en fljótandi gass. Frá hagspeki yfir í metabólísma. Nauðsynlegt er að kynnast efnafræðinni til að átta sig betur á þessum valkosti, hvort hann sé fýsilegur eður ei. Hefst þá lesturinn. Höfuð frumefni náttúrulegs gass sem notað er á sjó er CH4. Bruni þess samanborinn við hefðbundið eldsneyti er sá að útblástur koltvísýrings er fjórðungi minni, auk þess sem hlufall nítrógens við hverja sprengingu lækkar um 85%. Vélarnar haldast hreinni og minna þarf að smurefnum. Þetta hljómar allt gott og blessað. Ókostirnir eru hinsvegar þeir að gas tekur fjórum sinnum meira geymslupláss, það er skortur á eldsneytistöðum á heimsvísu og fljótandi gas krefst uppsprettu hita. Hitinn stuðlar að hamskiptum hins fljótandi forms yfir í – já þú giskaðir á rétt - gas. Látum þetta duga af efnafræðinni. Er þá notkun fljótandi náttúrulegs gass á hefðbundnum ottóvélum lausnin? Mögulega. Látum ekki staðar numið hér. Höldum ótröð áfram. Framvindunar vegna skulum við líta aðeins til baka. Manstu eftir innrásinni? Manstu hún misheppnaðist hörmulega. Gefum okkur nú það, að um leið og olíuframleiðsla hafi stöðvast, hafi gasvinnsla það einnig. Þetta rökrétta framhald gerir það að verkum að sjávarútvegsráðherrann í dæminu okkar þarf að fara að hugsa út fyrir öskjuna.

 

Við erum enn stödd í ráðuneytinu. Ráðherrann situr sveitt við tölvuna að leita lausna, á netinu rekst hún á gamla grein; Inngangur að eðlisfræði atóma eftir sykurpabba kjarnorkunnar Enrico Fermi.(1925). Eftir stuttann lestur hendir hún hendir samstundis frá sér öllum fyrirfram fordómum um fyrri mistök kjarnorkunnar, gleymir öllu um Tjernobil, Hiro- og Fukushima. Hvernig myndi kjarnorkuknúinn togari eiginlega virka? Sögusviðið dofnar og við sitjum inni í skólastofu, kennarinn ræskir sig og segir: „Velkominn í kjarneðlisfræði 101“. Sjáum hvernig kjarnorkan og hafinu kemur saman. Hefðbundin skipsvél fær orku – í sinni einföldustu mynd - með bruna, þ.e. að efnafræðileg festa atóma brotnar niður og orka myndast. Mjög einfalt ekki satt? Kjarnorkan fær sína með klofningi þungra atómkjarna í smærri kjarna með stjórnaðri keðjuverkun, við þetta leysist úr læðingi mikill hiti sem færist yfir í kælivökva. Þessi varmafræðilega hringrás myndar svo orkuna sem loks snýr skrúfunni. Kosturinn við þetta fyrirkomulag; enginn útblástur CO2. Einhverju þarf nú að moka í ofninn. Í stöðunni eru tveir möguleikar: úran eða þórín. Tvö rök er hægt að færa fyrir því að þórín sé skynsamlegri kostur. (i) ekki er hægt að vopnavæða það, líkt og auðgað úran og (ii) meira magn er af því í náttúrunni. Frændur okkar frá Noregi eru frumkvöðlar í kjarnorku með þórín og ber kjarnorkuver þeirra Þór (linkur) nafn með rentu. Þar með líkur námskeiðinu. Til hamingju! Vitandi allt þetta, lítur hún á þau skip sem hafa, og þegar ganga fyrir kjarnorku. Fyrst um sinn voru það aðeins kafbátar, en frá árinu 1955 hafa u.þ.b. 700 kjarnaofnar siglt um úhöfin. Virk skip í dag eru lauslega um 200. Mest eru þetta kafbátar en einnig er stórir ísbrjótar líkt og hinn rússneski Lenin. Kostir kjarnorkunnar? Þónokkur reynsla er þegar fyrir. Einnig er eldsneytisverð borgað fyrirfram þ.e. það er innifalið í verði kjarnaofnsins og þessvegna er eldsneytiskostnaður óháður sveiflum á markaði. Þó svo að upphafskostnaður sé hár, þá er stigull eldsneytiskostnaðar lægri sé miðað við líftíma skipsins. Hvað með óskotina? Jú þeir eru eru allnokkir. Regluverk skipar stórann sess. Mismunadi reglugerðir eru milli hafna (landa) um hverskonar skip megi þar sigla. Skipasmíði og hönnun er einnig sett afmörkunum. En stöðugleiki, þyngdarmiðja og ramb eru ekki einu vandamálin, tökum dæmi með skip í vanda. Það er deginum ljósara að hefðbundið Loyd‘s eyðublað virkar ekki í þeim að aðstæðum. Þó svo að talsverð reynsla í greininni sé fyrir, er samt skortur á sérfræðingum sem gerir það verkum að erfitt er að þjálfa starfsfólk. Að lokum má ekki gleyma almenningsáliti en hræðsla við kjarnorku getur spilað stóra rullu hvort ráðherrann okkar ákveði að velja kjarnorku fyrir hinn íslenska fiskiflota get ég ekki svarað eins og er. En við skulum gefa okkur það, svo framvinda haldist innan skynsamlegra marka að hugnist kjósendum illa og hræðsla við fylgistap verði skynseminni okkar kona afskrifar kjarnorkuna með einu pennastriki. Áður en blekið þornar hringir gemsinn. Hún tekur hann upp, um leið klárast rafhlaðan. Hún stingur honum í hleðslu.

 

Hin venjulega AA rafhlaða sem er að finna í öllu frá klukkum til titrara, kolefnis/zink rafhlaða gengur nokkur hundruð milli-amp klukkustundir. Eitthvað sem myndi aldrei duga til að knýja ísbrjót í gegnum norðurpólinn. Sem betur fer hefur rafhlöðutæknin tekið vaxtarkipp seinustu ár og lithium tæknin er þar fremst í flokki. Lithium er hinsvegar af skornum skammti í heiminum sem gerir það að verkum að með vaxandi eftirspurn hækkar verðið. Annar valkostur, 29.000 sinnum auðfundnari en lithium er magnesíum. Magnesíum jóna rafhlöður eru spennandi valmöguleiki en því miður er tæknin ekki nógu langt komin svo praktík hljóti af. Allt í allt er rafhlöðutæknin ágætis kostur; en aðeins sem hjálparkostur, annar af tveim aflgjöfum í einhverskonar hybrid kerfi. Þetta fyrirkomulag hugnast ráðherrananum ekki. Kannski smá göngutúr til að hreinsa hugan. Þegar út er komið tekur hin íslenska sumarveðrátta henni fagnandi. Sólin kyssir hana létt á vangann á meðan að vindurinn klappar, ó svo létt. Hin íslenska veðrátta er mögnuð. Kannski er kominn tími á að beisla hana?

 

Ef sólin hefði innstungu og möguleiki væri að tengja snúru í hana væri straumurinn – gróflega reiknaður - circa 4 × 10^26 W. Þessi tala er alveg merkingarlaus fyrir okkur og því er alveg fáránlegt að spá meira í henni. Önnur tilgangslaus staðreyndi, Það tekur sólargeislann u.þ.b. 8 mínútur að komast til jarðarinnar og þegar hann hefur ferðast alla þessa leið er orkutapið mikið. Vandamálið – við nýtingu sólarorku - er hversu dreifð orkan er. Jafnvel með fullri nýtingu – einhverskonar skip búið til úr sólarsellum - þá væri sólarorka, sem aðalaflgjafi skipa ekki möguleiki. Ástæðan er sú hve takmarkað dekkpláss hefðbundin skip hafa. Sólarorkan er, og verður sennilega aldrei annað en hjálparafl fremur en frum drifkraftur. Svipaða sögu er að segja um vindorku en ýmsar nútímalegar útfærslur af seglum hafa litið dagsins ljós sem hjálpa til við eldsneytisnýtingu. Sólbrunninn og vindbarinn heldur hún aftur inní ráðuneyti. Framhjá keyrir strætó. „Bíddu, bíddu voru ekki einhverntímann vetnis-strætóar í umferð? Hvað varð eiginlega um þá?“ Þetta muldrar hún upphátt um leið og hann opnar hurðina á skúlagötu og gengur askvaðandi inn.

 

Til þess að búa til vetni, sem við getum sett á tankinn þ.e.a.s nothæft sem eldsneyti, þurfum við fyrst að framleiða það, til þess þarf orku. Það þýðir það að það þarf einhverskonar orkuver staðsett í landi, knúið helst af einhverskonar endurnýjanlegum orkugjafa til að framleiða vetnið, sem flutt er síðan á skipaflotann. Það er ekki nóg, eðli vetnisins miðað við hefðbundna olíu að það þarf – líkt og fljótandi gas – mun meira geymslupláss, sem gerir hönnun skipa erfiðari. Einnig er notkun þess á hafi úti nánast óþekkt. Þessir vankantar gera það að verkum að innviði byrgja er ekki til staðar og uppsetning fæli í sér mikinn kostnað. Öryggismál er annar þáttur sem þyrfti að skoða, vetni er mjög eldfimt, sbr. Hindenberg slysið. En þrátt fyrir alla ókostina hefur notkun vetnis nokkuð til síns mál að leggja. Jákvæð umhverfisáhrif fyrir það fyrsta. Enginn útblástur koltvísýrings og þess í stað súrefni og ferskt vatn. Nú hefur sjávarútvegsráðherra Íslendinga séð þá helstu kosti sem koma til greina í þessari hugsuðu tilraun. Nú er bara að velja. Hvað heldur þú lesandi góður að standist tímans tönn?

 

Framtíðin er óskrifað blað og ólíklegt þykir að atburðarás eins og þessi muni gerast. Staðreyndin er hinsvegar sú að mannkyninu fjölgar ört og vandamálunum einnig. Nú ganga margir eftir olíufyrirtækjum með grasið í skónum. Olíuleit er að hefjast á Drekasvæðinu. Hvað ætla íslendingar að gera í því? Ætlum við að nota hana sjálfir? Ólíklegt. Sennilegra er að henni verði pæklað í tunnur og send yfir haf. Er einhver langtímaávinningur af því? Er olíunotkun kannski úr sér gengin? Hún er búin að vera við líði síðan á 18. öld og erum við ekki komin lengra en það? Einhverntímann hlýtur hún að klárast. Ég er ekki að halda því fram að einhverskonar olíuskortur sé yfirvofandi, þessi tilraun, þessi saga, sem ég er búinn að leiða þig í gegnum, var ekki ætluð til þess að útbreiða böl, það var ekki markmið hennar; frekar að fylla þig bjartsýni, því þótt við vandamál - við fyrstu sýn -virðist oft óleysanlegt er með skynsamlegri hugsun hægt að finna lausnir. Lesning þessi verður ekki lengri að sinni – nógu langt var þetta samt. Meira er hægt að lesa um málið hér. Næst langar mig að fjalla um framtíðar veiðafæri líkt og hið nýja-sjálenska snjalltroll sem nú er í þróun.

 

Kv. Heiðar


Risa búlkarar, fljótandi frystihús og allt þar á milli.

Beint frá messa.

bilde

Við strákarnir á Aðalsteini fengum heldur betur skemmtilega heimsókn um borð til okkar um daginn. Það var hljómsveit allra landsmanna Stuðmenn. Ásbjörn Morthens fór fyrir hópnum og tók létt spjall við nokkra úr áhöfninni um daginn og veginn.  Stuðmenn spiluðu fyrir áhöfn og fjölskyldu í messanum og voru herlegheitin tekinn upp fyrir tilvonandi sjónvarpsþátt Bubba: ,,Beint frá messa“ sem sýndur verður öðrumhvorum meginn með nýtt ár. 

 

 

 

Veiðar

 

icelandmap

Annars erum við núna á makrílveiðum og erum staddir á  sjá mynd () og er veiði nokkuð stöðug og þegar þessi orð eru skrifuð höfum við 342 tonn af frystum hausuðum og slordregnum makríl í lest  

 

 

Staðreyndahornið.

 Stærsta fjölveiðiskip í heimi er Annelies Ilena sem hét áður Atlantic Dawn skipið var smíðað árið 200 og er litlir 144 metrar á lengd, 24 metrar á breidd og ristir 9.1 metra undir

seassss

 sjávarmáli. Hámarkshraði skipsins samkvæmt marinetraffic  er 14.1 hnútar og getur unnið úr 350 tonnum á sólarhring með 7.000 tonna pláss fyrir frystar afurðir.                                 Það þykir samt í minni kanntinum þegar við lítum á flaggskip Maersk gámafélagsins, Mc-Kinney Møller sem er af svokallaði ,,Triple E" klassa sem leysir af E-Klassa gámaskipin. ,,Triple E" skipin eru 400 metrar á lengd og 59 metrar á breidd og með 14.5 metra djúpristu. Hámarkshraði á að vera í kringum 23 hnútar.  Það getur borið 18.000 gáma sem samsvarar  111.000.000 skópörum í hverri ferð.                     Stærsta flugmóðurskip í notkun er USS Theodor Rosevelt sem ásamt 7 öðrum Nimitz klassa skipum eru 332 metrar á lengd og 76.8 metar á breidd og ristir 12.5 metra. Rosewelt nær hámarkshraða á 35 hnútum enda knúið með 2 wrestlinghouse kjarnaofnum ásamt 4 gufutúrbínum. Skipið hefur nánast endalausan siglingatíma og getur siglt stanslaust í 20-25 ár á einum tanki. Skipið ber 90 flugvélar og þyrlur með 3.200 manns í áhöfn.                        Stærsta fljótandi frystihús hafsins er Lafayette sem kostaði $100 milljónir er 228 metrar á lengd og 32 metrar á breidd sem er iðulega í fylgd með 5 trollurum ásamt 7 öðrum veiðiskipum sem sjá því fyrir hráefni. Fyrst er fisknum komið í einhvern af 32 kældum lestum sem hver ber litla 10.000 rúmetra þegar fisknurinn hefur verið flokkaður og unninn er fluttur með einum af tólf gaffallyfturum sem eru um borð. Þrátt fyrir stær sína og breidd þá getur Lafayette siglt á 10 hnúta ferð. Það fer aldrei í land nema viðhald sé nauðsynlegt og eru regluleg skipti á 300 manna áhöfn skipsins.                          Stærstu olískipin sem eru í umferð í dag eru svokallaðir TI klassa ofurtankarar til dæmis TI Oceania sem eru 380 metrar á lengd og 68 metrar á breidd, rista mjög djúpt eða 24.5 metra sem gerir það að verkum að þeir komast ekki að lendi nema á vel dýpkuðum höfnum. Hámarkshraði Oceania er 16.5 hnútar og getur það borið nákvæmlega 3.166.353 tunnur af hráolíu í hverri siglinu. Þess má geta að TI klassa ofurtánkerarnir eru breiðari en Panamaskurðurinn. Ocenaia er samt í smærri kanntinum miðað við stærsta olískip sem smíðað hefur verið, reyndar stærsta skip sem smíðað hefur verið af einhverri gerð en það var Glaði Risinn sem var hanns seinasta nafn áður en hann var færður í brotajárn í Indlandi árið 2010. Risinn var 458 metrar á lengd og 68.8 metrar á breidd og risti 24.6 metrar undir sjávarmáli. Skipið hét upprunalega Knock Nevis en eftir að það lenti í loftárás árið 1988 og var bjargað fékk það nafnið Happy Giant.                 Þungavigtaleikmaðuyrinn í flokki ,,búlkara" eða lausfarmsbáta sem flytja ýmiskonar hráefni milli hafna er MS Vale Brasil. Það er 362 metrar á lengd og 65 á breidd, ristir 23 metra og nær hámarkshraða á 15.4 hnútum. Brasil sigldi af stað 31 Desember 2010 með 33 í áhöfn. Heildar farm og birgðarþungi skipsins er 402.347 tonn.                               Þá er komið að skemmtiferðaskipunum en í dag er það stærsta Allure of the Seas. Skipið er 362 metrar á lengd og 65 metrar á breidd með 9.3 metra djúpristu, það sigldi úr höfn frá Finnlandi þann 20 nóvermber 2010 og geta 6296 farþegar notið allra þeirra þæginda sem finna má um borð, þar á meðal tveggja dekka danssal, leikhús með  1.380 sætum ásamt skautasvelli. Sæþungi skipsins er 54.000 tonn sem er nokkru minna en amerísk flugmóðurskip af Nimitz klassa.                    Seglskip hafa siglt um höfin frá byrjun siðmenningarinnar en stærsta seglskip sem smíðað hefur verið er SS Great Eastern;  211 metrar á lengd og 25 metra breitt með hámarkshraða uppá 14 hnúta og gat borið heila 4.000 farþega. Great Eastern var smíðað í Englandi á þvi herrans ári 1858 og var skipið svo á undan sinni samtíð að heildarlengd og tonnafjöldi (18.915)var ekki jafnaður í meira en fjóra áratugi. Skipið var að lokum rifið í sundur í Liverpool árið 1889.                    Stærsta seglskip í notkun í dag er Club Med II sem er 194 metrar á lengd og 20 metra breitt ristir 5.09 metra og nær hámarkshraðanum 15 hnútum með 5 möstrum sem eru á skipinu. Skipið ber 386 farþega með 214 sjómenn í áhöfn. Þá að hraðanum en hraðskreiðasta faratækið sem siglir um höfin er (samkvæmt mínum heimildum) er Miss CEICO sem fer á ótrulegum 210MPH hraða knúið af tvöföldum Lycoming T-53

 

Hraðfiskifréttir.

Aðlokumerkomiðaðnýjumliðerkallast ,,Hraðfiskifréttir"þarverðalesnarupphelstufiskifréttirliðinadagaí einnimálsgrein:Forsetiíslandsskrifaðinýveriðundirlögríkistjórnarinnarumveiðigjöldþráttfyrirrúmlega30.000undirskriftir,145smábátarhafasóttumveiðileyfiámakrílveiðarþettasumarið,SigmundurDavíðGunnlaugssonfundaríkvöldviðfulltrúaEvrópusambandsinsvegnamakríldeilunarhjáíslendingumogfæreyjingumviðEnglandogÍrland,ríflega200áragamallrisakarfivieddistviðstrenduralaskaogveiðiáeldeyjarrækjuheimiliðeftirlangthlé.

 

 -----------------

 

Heimildaskrá

Gizmodo. (án dags.). Sótt frá http://gizmodo.com/5845939/the-worlds-largest-floating-fish-factory

Intrafish. (án dags.). Sótt frá http://www.intrafish.com/fisheries/

Maersk triple E. (án dags.). Sótt frá http://edition.cnn.com/2013/06/26/business/maersk-triple-e-biggest-ship

Maritiem Connenctor. (án dags.). Sótt frá http://maritime-connector.com/worlds-largest-ships/

Definition of aberectamy: A very complex hypothetical medical procedure

 


Ingi ég veit að þetta varst þú, Davíð þú ert líka grunaður...

JÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆJA! Tíkur verði óðar! Óstaðfrestaðar fréttir herma að nú sé genginn í hönd seinasti túrinn á því herrans ári tvöþúsundogtólf. Sjálfur er ég búinn að vera á bekknum og þessvegna hefur fréttaveita þessi legið í dvala. Reyndar var ég búinn að gera munnlegt samkomulag við stórvin og fyrrum fifa makker Harald um að hann myndi henda einhverjum brauðmolum til svangra lesanda.

Takið daginn frá! Þann áttunda desember næstkomandi fagnar goðsögn í lifanda lífi sextíu ára stórafmæli sínu. Veislan verður haldin í höfuðstöðum stálmúsarinnar, suðurlandsins einu von Selfossi. Bróðurparturinn af áhöfninni hefur það í huga að samgleðjast honum og eru hótelherbergi og bændagistingar að skornum skammti þessa gleðihelgi.

Haltu kjafti hvað það verður gaman! Einstök eftirvænting er í mannskapnum og til þess að setja þetta í samhengi koma hérna nokkrar tilvitnanir frá tilvonandi veislugestum í öfugri stafrófsröð: ,,Ég ætla að vera hellaður!", ,,Ég saði konunni að ég yrði á Pattaya", ,,Hvað eru margir smokkar í pakka?", ,,yeaaaaaaa", ,,Veislan hjá Runólfi? Baaaaaby". Honum til heiðurs mun ég þessvegna tileinka skrif þessi vini mínum, stikla á stóru.

Runólfur er fæddur þann fimmta Desember á því herrans ári nítjánhundruðfimmtíu og tvö. Sagan segir að þegar hann hafi fæðst hafi tveir hvítir hrafnar sest í gluggakistuna hjá vöggu hans og sungið hið fegursta lag, Runólfur hafi þá bent á fuglana tvo og samstundis urðu þeir fyrir eldingu, eftir þetta sungu þeir ekki fyrir neinn. Fáir vita að hann er með tengsl við frímúrareglu sem stofnuð var í Hollywood af nokkrumn félögum hans sem fæddir eru sama ár en það eru þeir Steven Segal, Mickey Rourke, Mr. T, Rosanne Barr og íslandsvinurinn David Hasselhoff. Til að setja árið nítjánhundruðfimmtíu og tvö í sögulegt samhengi þá má nefna að Jórdanía og Puerto Rico tóku upp stjórnarskrá þetta sama ár, Fyrsta kjarnorkusprengjan sem sýnd er fjölmiðlum sérstaklega er sprengd í Nevada, Herra kartöfluhaus er fyrsta leikfangið sem auglýst er í sjónvarpinu, fyrsta flugvélin lenti á norðurpólnum og Leroy Anderson var að klífa upp vinsældarlistana með slagaranum Blue Tango.

Sögurnar af honum eru eins margar og þær eru mismunandi. Flestar þeirra eru ekki hægt að færa yfir á ritað mál einkum vegna þess að þær krefjast mikilla leikþátta í frásögn og sumar eru einfaldlega þess eðlis að þær ættu ekki að hafa eftir neinum. Einnig er til þónokkuð að svokölluðum flökkusögum um manninn sem hafa gengið manna á milli og taka breytingum við hverja frásögn. Ég ætla að reyna að gera þessu stórmenni skil en neyðist þó að stikla á stóru. Við skildum við frásögnina þegar að eldingu hafði lostið í hrafnana. Það kom mjög snemma í ljós að drengur þessi væri ekki eins og fólk er flest, fyrir það fyrsta borðaði hann einungis hráfæði og þótt það hafi ekki verið nógu undarlegt þá hafði hann þann sérkennilega sið að sofa standandi. R.Ó. var með einsdæmum vel uppalið ungmenni og þótti manna fríðastur og bar af öðrum í leik og starfi. Árið nítjánhundruðfimmtíu og átta ákvað þessi dýrðardrengur að halda til sjós og eftir að hann hafði höggvið sér eik, smíðaði hann úr henni árabát og hélt á haf út. Eftir að hafa róið 12 mílur beint frá landi fannst honum landhelgi Íslendinga ekki vera nógu viðamikil. Ákvað hann þá uppá sitt einsdæmi að landhelgin skyldi nú vera 50 sjómílur. Breska heimsveldið var þess knúið til að verða að óskum hans. Eftir afrek þetta ákvað R.Ó.J að taka sér frí frá sjómennsku og eru til litlar heimildir hvað hann tók sér fyrir stafni í landi. Árið nítjánhundruðsjötíu og fimm var breski sjóherinn aftur farinn að láta á sér kræla við Íslandsstrendur og virtust íslendingar að vera að tapa baráttunni um þorskinn. Þá var aðeins einn maður sem gat bjargað málunum! Í þetta sinn réri Runólfur 200 mílur út frá landi og kastaði öndvegissúlum merktum íslenska fánanum og stækkaði landhelgina um rúmar 150 mílur. Gjörningur þessi markar endalok þorskastríðsins.

Eins og kom fram fyrr í textanum var ungi drengurinn hvers manns hugljúfi og manna bjartsýnastur. Hinsvegar einhversstaðar á lífleiðinni lenti hann í röngum félagsskap. Skráði sig í rétttrúnaðarkirkju pessimissa og má segja að hann hafi aldrei verið samur eftir það, Hann kastaði kæðum fyrra lífernis, tók upp nýtt nafn og eftir þetta gekk hann undir nafninu ,,Stálmúsin". Svartsýni stálmúsarinnar á sér engin takmörk, þetta er ekkert endilega sýni frekar líkt svartholi, óskilgreindur kraftur sem dregur hvaða jákvæða ljós inni sig og skilar því bleksvörtu út. Samvæmt hinu heilaga riti pessimissa er aðeins hægt að svæla hinn ílla anda einu sinni á lífsleiðinni, það er þremur dögum eftir 60 ára afmæli hýsilsins. Þetta munum við í áhöfninni Aðalsteini Jónssyni framkvæma á Selfossi þann 8 desember næstkomandi. Teningunum hefur verið kastað.  

----------------

 

þá er komið að slúðrinu:  Slúður vikunnar er í boði Fiskimarkaðs Djúpavogs. Betur þekkt sem annað heimili Baddanns. Hann er í styttra lagi.

fmd banner

 

 

 Eins og staðan er núna þá erum við rétt rúmlega hálfnaðir með túrinn en rétt tæplega búnir með kvótann. Styttist í jólafrí.

Lolli er kominn með nýtt nafn en það er Kafteinn Kokteill.

Baldur og Sæli reka lestina í fótboltaleiknum Fantasy.

Hvern hafði grunað að Sæsi væri svona hrifinn haf þungarokki.

Bubbi Mortens ætlar víst að koma í heimsókn til okkar í nýja sjónvarpsþættinum sínum.

Ég veit að það varst þú Ingi sem fésnauðgaðir mér á búkkinu og skiptir um prófíl mynd af þér. Hefndin er sæt! Núna skulum við fá eina létta syrpu af því sem ég kýs að kalla, Best og Ingi eða Bingi.

dscf0126

 

dscf0134

 

 

22522_4958549841177_623172561_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

184666_1923088916551_2291333_n185885_10150165327285996_3504139_n315491_2376186253509_964301123_n35849_1549965668703_5547912_ndscf0685logo

M fyrir Makríl

Jææææææja. Góðan og margblessaðan þið fámálu en fámálu en forvitnu lesendur. Síðan fór í smá yfirhalningu og eru einhverjir nýjir fídusar komnir og einhverjir gamlir horfnir af braut. Það merkilegasta er það að nú getur þú lesandi góður gefið pistalhöfundi stjörnugjöf með einu músarklikki. Uppsjáfarveiðiskipið A.J. er núna í sinni fimmtu veiðiferð á makríl miðunum suð austur fyrir land og mná segja að vertíðin hafi náð hámarki sínu þessa stundina, veiðin er það góð að það er nóg að rétt dýfa trollinu og þá er það fullt. Meðal togtíminn þennan túrinn er (81 +- 12mín) mínútur.

 Makríllinn virðist vera að festa sig í sessi við íslandsstrendur og segir Björn Gunnarsson sjáfarlíffræðingur hjá hafransóknarstofnun Íslands að ,,óvænt farið að veiðast makrílseiði í haustralli Hafrannsóknastofnunnar og ...fundust seiði á þrjátíu og fimm mismunandi rallstöðvum með suður- og suðausturströnd landsins." gefur þetta í skyn að makrílinn sé farinn að hrygna og alast upp við strendur Íslands. Eins manns brauð er annars fisks dauði en allt útlit er fyrir að norsk-íslenska síldin sé smátt og smátt að tapa baráttunni við makrílinn um fæðuna í sjónum. ,,Makríllinn er bæði stærri, fljótari og úthaldsbetri en síldin auk þess sem hann hefur betri möguleika á því að nýta minni þörunga en síldin." Þetta segir Leif Nøttestad leiðangursstjóri í alþjóðlegum makrílleiðangri norska rannsóknaskipsins GO Sars sem er nú að kanna útbreiðslu makríls í norðurhöfum.

Samkvæmt Frjálsri Verslun eru sjómenn núna tekjuhæsta stéttin á Íslandi og slá þeir nú forstjórum og starfsmönnum fjármálafyrirtækja við. Starfsmenn fjármálafyrirtækja eru að vísu enn að borga fyrir gamlar syndir síðan 08. Þannig að mér gæti ekki verið meira sama um þá, enda hafa þeir yfirleitt verið ofmetnir hrokafullir pappírspésar.  Þessari góðu tíð spila nokkrir þættir inní. Hátt matarverð á heimsvísu, mjög lágt gengi krónunar í sögulegu samhengi, góð aflabrögð á seinasta ári, þó sérstaklega loðnu og svo tiltölulega nýjum fiskistofni makrílnum. Sennilegast má heyra einhverjar öfundsraddir en sjómenn muna líka eftir gúrkutíðum þar sem verð var lágt og aflabrögð engin. Svo í þessum samanburði sjómanna og forstjóra má ekki bara líta á launaseðlana, ég þykist handviss að þeir síðarnefndu njóti töluverðar meiri fríðinda en við sjóararnir. Fótviss er ég með það að vinnutími þeirra sé langtum styttri. Mig langar að vitna í grein sem Stefanía Jónasdóttir skrifaði í morgunblaðið .ann 23. júní.

„Ég hef áður sagt að mesta vá hverrar þjóðar sé óviturt en menntað fólk. Menntun er góð sé hún ekki misnotuð, lélegir og yfirborðskenndir blaða- og fréttamenn eru þar á meðal. Samfylking og Vinstri græn, í hverja gátuð þið hringt til að mæta á Austurvöll gargandi „Niður með landsbyggðina“, sem þó heldur ykkur uppi? Hentar svona stjórninni í sínu eyðileggingarferli? Gleymt er þá gleypt er, á hverju höfum við lifað, hverjir hafa byggt upp landið, nema sjómenn, bændur og verkafólk, hverjir hafa menntað ykkur, hver hefur borgað Hafró og fleiri stofnanir, haldið þið að væri einhver nýsköpun í landinu ef ekki kæmi til útgerðin, hver hefur skapað gjaldeyrinn? Margir á Alþingi og 101-lýðurinn, þið látið eins og hann hafi orðið til í skjalatöskum á Laugaveginum á leið í banka. Ég hef litið svo á að þjóðin ætti fiskinn í sjónum, en hver sækir hann? Jóhanna, viltu ekki leigja Kleifabergið og ræsa stjórnina þína til fiskveiða. Björn Valur getur spilað á gítar en þú á trommur, þá helst takturinn vel. Björn Valur ætti að vera vanur að spila út og suður eftir vana.

Á meðan útgerðin heldur uppi atvinnu, borgar laun og öll gjöld, sem eru ófá og skattana, hvern fjandann kemur ykkur þá við hvort þeir græða. Lesið aftur Litlu gulu hænuna. Vanti fé í kassann byrjið þá á Alþingi, [...]  sumir stíga aldrei í pontu, þeir hafa ekkert að segja og stór hluti bullar [...]fækkið jáfólkinu, sem þið hafið hrúgað inn í ráðuneytin, það var ekki kosið á þing.

Í menntaliðinu heyrðist lítt fyrir hrun, en nú kjaftar á því hver tuska og maður fyllist örvinglan af að hlusta á ykkur. [...] því bítur þú í þær hendur sem ólu þig upp? [...] Hvers á þjóðin að gjalda með ónýta fréttamenn og óhæfa stjórn. Veiðigjaldið verður ekki nýtt í þágu þjóðar, það mun fara í báknið og afæturnar. Steingrímur, þú ásamt háskólaliðinu tekur þátt í öllu. Hverju á að skila þjóðinni öðru en kröfu á grunnstéttirnar, launafólkið, sem með vinnu hefur haldið ykkur uppi? Þið hafið gleymt upprunanum.“

  Skemmtileg lesning þar á ferð, hægt er að lesa greinina hér.

 Makríldeilurnar við Noreg, Færeyinga og ESB með Íra og Skota háværasta virðast engan enda ætla að taka. Menn eru búnir að þræta um þetta í þrjú ár og enn sér ekki fyrir lausn. Hingað til hafa Íslendingar veitt u.þ.b.  16% af heildarkvótanum. ESB vill hinsvegar hleypa okkur í mun minni pott tölur sem menn hafa heyrt fram eru 6% og svo núna nýast 10% samkvæmt einhverjum  Írskum vefmiðli. Svo rífast menn og segja að makríldeilan hafi ekkert með inngöngu Íslands að ESB, Björn Bjarnason fyrrum ráðherra og Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri fréttablaðsins virðast vera sammála um að vera ósammála eins og sjá má á grein Bjarnar á  evrópuvaktinni. Hvernig eigum við að geta leyst þessa deilu við aðrar þjóðir ef við erum ekki einu sinni sammála um þetta heima fyrir. Kannski leysist þessi deila aldrei. Það er allavega deginum ljósara að makrílinn er kominn til að vera. Persónulega vildi ég að sjálfsögðu fá 20%. Makrílinn kemur hingað til Íslands grindhoraður og sveltur, eftir vosbúð við strendur Bretlands, étur hér allt sem að kjafti kemur og snýr til baka sæll og glaður. Ímyndaðu þér bónda sem myndi alltaf beita fénu á grasi nágrannanns. Kannski er best að þessi deila leysist ekkert á næstunni, því lengra sem líður virðist samningstaða Íslands bætast. Gott er þá gaman er. 

Veiðin hjá okkur hefur gengið þokkalega núna undanfarið þótt að við höfum lent í smá byrjunarbilerí og nokkurra daga stoppi í Vestmannaeyjum. 

makrílll

 Hérna má sjá nýjustu veiðitölurnar okkar samkvæmt fiskistofu en hægt er að skoða öll skip og báta á hér. 

Vilhelm er búinn að veiða mest þetta sumarið þar á eftir kemur Huginn og bronsið hlýtur Sighvatur Bjarnason.

--

KV.

 Heiðar Högni Guðnason upplýsingafulltrúi Aðalsteins Jónssonar SU 11 

 

 


Orðið á göngunum

Munndu eftir stjörnunni.

stjarnan

 

 

 

 

 

snyrt

Tjæja. Um að gera að vera ekki og alvarlegur og verður þessi í léttari kanntinum. Slúðrið þennan túrinn er í boði Snyrtistofu Ingunnar , Strandgötu Eskirði, þar sem hvaða herfa sem labbar inn gengur guðgómleg út. 

Hinn árlegi verslunarmannarhelgartúr (vó langt orð!) gengur nú senn í garð og get ég glatt ykkur að ykkar kæri mun heiðra aðra með nærveru sinni í þessum vinsælasta túr ársins. Því á þessari stærstu ferðahelgi ársins keppast menn um fara í frí og er meðalaldurinn yfirleitt mun lægri í þessari veiðiferð en öðrum. Maður verður nú samt að líta á  björtu hliðarnar, því þótt maður verði ekki hellhífaður vaðandi öl og sköp á þjóðhátíð þá má búast við því að veskið (og heilsan) verði í betra ásikomulagi á mánudeginum. Reynslan er nefnilega sú að það hefur alltaf fiskast vel um versló og meiðað við þessa veiðiferð sem fer senn að ljúka má reikna með því að hún eigi eftir að renna ljúflega í gegn.

Sennilegast má búast við þjóðhátíðarstemmingu um borð. Eyjalögin eru tilbúinn á playlistanum niður í vinnslu, þar sem Hreimur, Skímó og "Eydjey"(einnig þekktur sem Árni Johensen) munu skapa angurværa stemmingu í vinnslunni. Kassagítarinn er svo alltaf á sínum stað þannig að það er aldrei að vita nema við verðum með okkar eigin brúarsöng. 

Þá er komið að tuðhorninu, eða (ritskoðað) en hann tuðar manna mest um borð. Ég er að hugsa um að byrja tuðhornið á því að það vantar fleiri koddaver um borð, mjög oft þegar maður er að byrja veiðiferðina, fer maður í þvottaherbergi og nær sér í hrein rúmföt til að leggja yfir kojuna. Oftar en ekki eru nóg af sængurverum en einhverja hluta vegna eru koddaverin ekki til staðar. Þá eru oft góð ráð dýr, ég verð að viðurkenna það að ég hef í örfá skipti "neyst" til að ræna mér verum. Það hef ég gert með því t.d. að þegar einhver er búinn að setja rúmfötin sín í þurkarann og ætlar sennilega að koma að þeim hlýjum og hreinum, þá sneika ég mér inn opna þurkaran og ræni verinu, læt svo lítið fyrir mér fara. Fréttir hef ég af því að svona gjörningur hafi skapað svokallaða koddavers ránrás. Þar sem sá sem varð fyrir barðinu að missa verið sitt "neyðist" þess vegna að taka æur næstu vél og svo koll af kolli. Þeir allra hörðustu notast stundum við bol. Einu sinni var ég með koddaver merkt Þ.F.S, þegar upp komst um mig þóttist ég ekki hafa séð merkinguna, sem þó var útsaumuð með stórum stöfum og kenndi lesblindu um enda er Þ.F.S alveg eins og H.H.G á hvolfi. Sjálfur er ég núna í þessari veiðiferð með 120x200 centimetra sængurver utanum um koddann minn. Hverjum er að kenna þessu ástandi veit ég ekki en þegar maður er í vafa er best að kenna vélstjórunum um allt sem miður fer.

Þegar að við erum að pakka fisk, þá erum við með stóra litaða poka fyrir framan okkur. Það eru 3 litir í boði. Blár, gulur og rauður. Rauðu pokarnir eru reyndar bara notaðir í svokallaðar fiskiprufur til að þeir aðskiljist frá hinum þegar þeir koma úr frystitækjunum. Aftur að pokunum. Það er alvita mál að mannsheilinn bregst misjafnlega við litum, það er ekki að ástæðulausu að flestir skyndibitastaðir eru með rauða litinn allsráðandi. Rauður er talinn hafa áhrif á matarlyst og rannsóknir sýna að fólk borðar meira þegar það er í kringum rautt. Aftur að pokunum. Grænn er hinsvegar talinn hafa mjög róandi áhrif á umhverfið og appelsínu gulur er sá litur sem fólk tekur fyrst eftir. Sennilega er þessvegna flest öryggistæki höfð appelsínugul. Aftur að pokunum. Guli liturinn er talinn hafa áhrif á skap og gerir fólk órólegra. Þá loksins aftur að pokunum. Ég hef einmitt tekið eftir því að þegar ég skipti úr bláum yfir í gulan hefur það einhver áhrif á mig. Ég get ekki alveg útskýrt þessa tilfinningu en hún er einhver. Þessvegna væri ég alveg til í að fá græna poka, jafnvel bleika, því að bleiki liturinn er notaður til að róa niður fanga. Þannig að Benni ef þú ert að lesa þetta... Bleika poka.

Í veiðiferð númer 2-3 vorum við að fá nokkuð af furðufisk með. Það fer tvennum sögum hvað hann heitir einn kallar hann Urra en annar Urrara, ég kýs að kalla hann Stefán. Ástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að skrifa um Stefán er sú að um daginn þegar ég var á einni flökunarvélinni var einn Stefán fastur, ég tek upp gogg og ætla að þrykkja í hann og losa hann af vélinni en viti menn sama hvað ég hjó í hann aldrei vildi goggurinn í gegn. Stefán er með gríðarlega harðgert og fallegt hreistur, ekkert ósvipað slönguskinni. Þá kviknaði á perunni og ég fékk að ég taldi milljón dollara hugmynd. Ég mundi eftir því að hafa lesið grein um  Atlantic leather fyrirtæki fyrir norðan sem sérhæfir sig í fiskileðri. Taldi ég Stefán vera kjörinn kandídat í leðurgerð og ætlaði ég mér að safna saman nokkrum og senda þeim prufu. Því miður hef ég ekki séð Stefán síðan snemma í sumar.

Þá aftur að (ritskoðað) horninu. Það eru afþreyingarmálin. Þegar ég byrjaði hérna um borð var ég alveg dolfallin yfir aðbúnaðinum sem var í boði á frívöktunum. í borðsalnum voru 2 sjónvörp, x-box leikjatölva sem menn gátu stytt sér stundir í ýmsum leikjum. Internetið og gerfihnattamóttakari var einnig til staðar sem voru þægindi sem ég hafði ekki vanist á sjó áður. Sérstakur skipsflakkari var einnig þar sem menn gátu komið með allt löglega niðurhalaða efnið sitt úr landi og haldið stórsýningar ef því var að skipta. Þar var einnig svokölluð upptökutölva sem var til þess fallinn að hægt var að taka upp uppáhldssjónvarpsefnið sitt ef svo var í pottinn búið að maður var á vakt á sýningartíma. Heilmikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Leikjatölvuna hef ég ekki séð í tvö ár, upptökugræjuna eitthvað aðeins skemur. Úr sér gengni skipsflakkarinn er hinsvegar ennþá til staðar en hann er uppfullur af gömlu efni sem allir eru búnir að sjá. Hvarrafrétta?

Oft þegar ég er að reyna að skrifa eitthvað hérna þarf ég að kafa djúpt. Því að það er þannig að þegar að maður er búinn að vera með sömu köllunum útá sjó í langan tíma fer maður að þekkja þá mjög vel. Maður kannast við alla kæki og dittlinga.  Sumir hérna um borð eru þessvegna orðnar ansi sleipar eftirhermur. Það er hinsvegar ekki hægt að herma eftir öllum enda eru menn mis-eftirtektarverðir. Stundum þegar ég kem auga á einhverjar áhugaverðar hegðanir nota ég þau oft við þessi skrif. Menn taka því misvel þegar ég er að spinna út einhverja vitleysu um þá en strákar mínir ég meina ekkert íllt með þessu. Þið eigið frekar að líta á það sem hrós, því að eins og orðatiltækið segir: ,,It's All Good: There Is No Such Thing As Bad Press!"

Veiðiferðinni fer senn að ljúka og ættum við samkvæmt nýjustu útreikningum að verða í landi á mánudagsmorgunn þann 30. júlí. Að lokum ætla ég að dusta rykið af gömlum lið en það er hin hliðin. Að þessu sinni er það stórvinur minn hann Sölvi Ómarsson aka Bölvi Bjúga. Takk fyrir mig að sinni, skemmtanastjóri Aðalsteinns Jónssonar. Heinkó Morningcock.

 

Fullt nafn? Sölvi Fannar Ómarsson

Uppáhalds lið í enska? Manchester United

Hver yrði seinasta kvöldmáltíðin á dauðadeildinni? Pizza með rjúpnasóu og rjúpu

Besta bíómynd allra tíma? Die Hard myndirnar

Hvað kallaru nýju hárgreiðsluna? Eistnaflug

Ertu sjósprunginn? Já

Hver er bestur í Fifa um borð? Sölvi

Fyrir utan sjálfan þig? Heiðar

Hvað er besta lagið í spilun í dag? Weekend 

Eitthvað í almennum? Ég er að fara í frí.

Hver er frægasta persónan í símaskránni þinni? Gummi Mete

Er það satt að þú eigir sætustu kærustuna um borð? Dagsatt

Þú hefur þrjá valmöguleika, þú verður að sofa hjá einni, giftast einni og myrða eina. Ragnhildur Steinunn, Jóhanna Guðrún og Þórunn Antonía.

Það er ekkert annað, giftast Ragnhildi, myrða Þórunni og sofa hjá Jóhönnu 

Uppáhalds litur? Blár

Eitthvað að lokum? Ég er að rústa Davíð og Steina í Fifa.

 

 

 

 

 


Til hamingju ísland.

Skrifað 1. Júlí 2012- 

 

Jæja, komið þið sælir lesendur góðir. Kreppan er búinn! (segir Gylfi Z.) Makríltúr númer tvö fer einnig senn að ljúka og segja mér vitiborninr menn að við eigum löndun í fyrrmálið klukkan ten hundred á hermannna tíma en hernámsdagurinn var haldinn hátíðlegur á Búðareyri núna um helgina.

Unicef verkefnið okkar, blótað til góðs tókst vonum framar og blótaði bátsmanssvaktin fyrir sléttar 58.000 krónur sem gera 290 fúkyrði sem er mjög gott. Ekkert hefur frést af áskorun okkar til Huginsmanna en þeir eru heiðursmenn og er ég ekki í vafa að þeir láti gott af sér leiða.

Elvar Daðason kom með okkur og lét aðeins finna fyrir sér í lestinni en þessi peyi er sennilega einn sjá sjóaðasti á sínum aldri enda ófár veiðiferðirnar sem hann hefur komið með okkur.

Haraldur Die Grosse hefur titlað sjálfan sig sem konung knattspyrnurnar í sýndarheimi leikjatölvana. Lýtur hann nú á sig sem ónsertanlegan Guð eftir gott gengi á vellinum undanfarið.

Við tókum smá pitstop í vestmannaeyjum á meðan að farið var yfir túrbínu aðalvélarinnar. Við kunnum vel við okkur á Ibiza norðursins og áttu þeir það sameiginlegt sem eftir urðu á eyjunni að vera aðeins tanaðari en meðalmanni sæmir. Fórum við í ófáar sundferðir þar sem Baldur og Heinkó sýndur fádæma fagmennsku í að ég fullyrði skemmtilegustu rennibraut landsins. Þar rennur maður niður þetta klassíska rör en þegar útúr því kemur tekur við dúkur þar sem leikurinn snýst um að reyna að standa sem lengst. Tóku þeir upp ýmsar útfærslur af gjörningi þessum og urðu til flottar pósur eins og "hugsuðurinn" "hvað er klukkan maðurinn" og "atlantis". Einnig vorum við fastagestir á Volcano bar sem færði okkur Tuborg classic á veskisvænu verði og rann hann ljúft niður. Hlynur Ben trúbador sá svo um að halda stemmingunni í gangi. Biðjum við sérstaklega að heilsa vinalegu starfsfólki og vonumst við til að hitta þau sem fyrst afur.

Orðið á göngunum segir að von sé á viðgerðum í vélarúminu á ný og gæti brottför okkar seinkað um örfáa daga. Svo á ég líka afmæli í dag og tek fagnandi við kveðjum í kommentakerfi hér fyrir neðan.

Kv. Heiðar.


Nú verða sagðar fréttir.

 

Formáli
 
Jæja.... Ég er nú í smá fýlu við þessa síðu en ég var búinn að skrifa dágóða grein og er 99,99% viss um að ég hafi vistað hana sem uppkast en þegar að ég ætlaði svo að halda áfram þá hafði hún tekið Lísu í undralandi á þetta. Skriðið ofan í holu og látið sig hverfa. Ekki gott.

Veiði og Staðsetning 

Við erum staddir rétt fyrir utan þjóðhátíðareyju og erum að fiska þann röndótta, veiðin var nú ekki sérstök í byrjun en hefur verið að braggast uppá undanfarið og eru hallast veðbankar að við verðum inni í firðinum fegursta á sunnudag. Líklegt þykir að landsmenn muni fagna komu okkar um allt land. Sennilega verður íslenski fáninn í hávegum hafður og jafnvel skrúðganga okkur til heiðurs.

Sagan af froskunum 

Ég lenti í sérstöku atviki í byrjun túrs. Það var þannig að ég var að koma úr löngu fríi eftir að hafa tyllt mér á skólabekk. Allavega vinnslan var farinn af stað og fiskur kominn í hús og allt á góðri siglingu. Ég var hinsvegar var við ammoníakslykt niðri. Ég ákvað að spyrja mér reyndari menn: "Hvað er að frétta af þessari ammoníakslykt?" Svarið sem ég fékk var: "þetta er alveg eðlilegt". Einhverjar bjöllur klingdu í hausnum á mér og datt mér þá í hug dæmisagan af froskunum tveim. Þannig var að einu sinni voru tveir froskar sem komu að tveimur pottum fullum af vatni. Annar potturinn var með heitu vatni en hinn með köldu. Kveikt var undir báðum pottunum. Sá fyrsti hoppar ofaní heita pottinn en finnur strax að heita vatnið er eitthvað sem honum líkar eigi, hoppar uppúr og heldur sinni leið áfram. Sá síðari hoppar ofan í kalda vatnið, þar dólar hann uns loksins hann soðnar og á endanum deyr.

Framvæmdastjóri mánarinns 

Þá er komið að valinu á framkvæmdastjóra mánaðarinns en við strákarnir höfum verið iðnir við makrílinn í framkvæmdastjóraleik á netinu í boði fótbolta punkts nets. Daði skipstjóri var sprækur í byrjun en sparkspekingurinn hefur eitthvað verið að gefa eftir að undanförnu. Stjóri mánaðarinns er að þessu sinni Hilmar Benediksson aka Loverlips aka Gullkálfurinn. Hér fyrir neðan má sjá stöðuna eins og hún stendur. Þetta er hinsvegar ekki spretthlaup enda er tímabilið langt. Þetta er meira svona eins og þrefallt maraþon með hindranabraut. Mikið getur enn gerst á tímabilinu og ómögulegt að spá fyrir um úrslitinn.

fantasy

 

 

 

 

 

 

 

 

Vélstjórahornið 

Vélstjórar eru serstakir fýrar. Þeir sinna hinum ýmsu störfum og er ekkert þeim óviðkomandi. Þeir eru stundum notaðir sem stuðpúðar fyrir aðra áhafnarmeðlimi. Þeir fá stundum (óverðskuldað) að heyra það. Setningar eins og: "Afhverju virkar þessi dæla ekki?", "hversvegna er ekkert að fiskast?" og "afhverju er dagskráin í útvarpinu svona leiðinleg" eru meðal þeirra fjölmörgu vandamála sem þessir góðfúslegu starfsmenn fá stundum að heyra. Þessvegna hef ég ákveðið í samráði við Egil Guðmundsson skólastjóra vélskólanns (nú tækniskólinn) tekið til nýja kennsluáætlun í kennslu og undirbúning tilkomandi vélstjóra. Félagsráðgjöf og áfallahjálp verða núna skyldu kúrsar í námi þeirra til að tryggja það að tilvonandi smurapar séu í stakk búnir við að taka við þeim sleggjum sem sveiflað er til þeirra. 

Húsbandið 

Húsbandið er tekið til starfa. Tónlist er flestum sjómönnum í blóð borinn, allt frá því að víkingarnir sungu drykkjusöngva undir sterkum áhrifum berserkjasveppa á ferðum sínum um atlantshafið hafa sjómenn verið að taka lagið. Stífar æfingar eru núna haldnar annað hvern dag og vopnaðir tveimur gíturum ásamt tónlistarforritinu Garage-band á ipad sem leikur eftir nánast hvaða hljóðfæri sem er hefur hver stórsmellurinn á eftir öðrum litið dagsins ljós. Stefnan er sett útgáfu plötu sem mun innihalda smelli eins og "Trollið er farið", "Brælu-blús" og "Rock-hall" ásamt fullt af öðru "gúddsjitti". Opnar prufur fyrir vali á söngvara verða haldnar uppí brú sunnudaginn 17 júni. Fá keppendur í Aðalsteinns Idol 3 mínútur hver til að heilla dómnefnd. Lagaval er frjálst en skilyrði er að keppendur syngi á íslensku á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga. â™« "Hæ hó og jibbí jei það er kominn... â™«

Klefamafían 

Flestir kannast við áhöfnina á Kleifa-berginu. Færri hafa hitt áhönfina á Klefa-berginu, það er nefnilega maðkur i sauðagæru hér um borð, jafnvel úlfur í mysunni. Er ekki best að ég brytji þetta aðeins niður. Það eru 24 kojur um borð, meðtöldu sjúkrakojunni sem er ekki notuð nema í neyðartilvikum. Af þessum 23 kojum eru 3 tveggjamanna klefar. Venjan er sú að eðeins er einn í hverjum klefa nema þegar að aukafarþegar koma um borð, svo sem sölu og eftirlitsmenn, börn, makar o.s.frv. Þannig að það það þarf engan stærðfræðing til að sjá það að undir öllum eðlilegum kringumstæðum ættu allir að finna stað til að halla lúnu höfði eftir vinnu. Við erum 20 hér um borð klefarnir eru 20. Þetta er nú ekki flókið, einn klefi á mann. Sumir eru þeim forrréttinum hafðir að þeir eru með sinn eigin klefa. Þetta hafa þeir áunnið sér með annaðhvort með menntun, starfsheiti, reynslu eða öðrum fyrirliggjandi ásæðum. Hversvegna er ég að lista þessar upplýsingar. Það kom nefnilega upp sérstök uppákoma í byrjun túr. Einn háseti var kominn á götuna (ganginn). Það virtist sem allir klefar væru fullir. Þá kem ég aftur að úlfnum í maðknum. Sumir hér um borð eru búnir að vera að spila þann leik að láta ,,taka frá fyrir sig" klefa. Til þess að geta tekið eignarhald á klefa í upphafi hverjar veiðiferðar nægir einfaldlega að opna hurðina á klefanum og setja töskuna sína inn og klefinn er þinn. Sumir telja sig vera búnir að snúa á kerfið og hefur klefamafían verið að setja töskur annarra í bitastæðustu svefnplássinn. Háseti einn fékk að finna fyrir þessu þegar að hann taldi að allir klefar væru fullir og var hann búinn að búa um sig í borðsalnum. Er þetta eitthvað sem við viljum?

 Aðalsteinn Jónsson og Unicef

 Þá að jákvæðum og uppbyggjandi fréttum. Bátsmannsvaktin með Sölva í broddi fylkingar hefur ákveðið að fara frá villu sinna vegar, átak til þess að betrumbæta áhöfnina og samfélagið í heild hefur verið hrundið af stað. Styrktarsöfnun Góðhjartaða Munnsafnaðarinns er byrjuð. Þetta gengur þannig fyrir sig búið er að stofna sérstakan sektarsjóð, sem fellst í því að í hvert skipti sem einhver verður uppvís af því að blóta er 200 krónu sekt sem verða dregin af launum viðkomandi í næsta mánuði og mun ágóðinn renna til Unicef. Eftirfarandi orð eru á bannlista: Andskotinn, djöfullinn,helvítis, fjandinn, fjandakornið, fokk, skrattakollur, mella og önnur niðrandi orð um konur. Sjóðurinn stendur núna í rúmum 30.000 krónum og reglulega tikkar inn, þótt hægst hafi reglulega á honum seinustu vaktir eftir mikla uppsveiflu í byrjun. :) Vonumst við til að geta fjármagnað vatnsdælu. ,,Með því að gefa einhverjum sem þér þykir vænt um vatnsdælu getur þú hjálpað til við að útvega heilu samfélagi heilnæmt og öruggt drykkjarvatn". Skorum við hér með á áhöfnina á Huginn VE-55 að láta gott af sér leiða. http://huginnve.123.is/

unicefmynd

 

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Unicef á Íslandi. http://unicef.is/sannargjafir

Heiðar Högni þakkar fyir sig að sinni fyri hönd Aðalsteinns Jónsonar SU 11. 


Komnir með vor í pung. :)

Er hann að fara að snúa sér? Kveðja frá Færeyjum.

 - Allinn

 

 


Nýji stíllinn keisarans.

Jæja þá er tímabil allra tímabila lokið. Loðnuvertíðin. Fiskaðist vel og kláruðum við þetta með þónokkrum stæl. Heildaraflinn hjá okkur var 18.082 tonn og þykir það í betra lagi. Sérstaklega í hlutfalli við síðastliðin ár. Þegar að þessi orð eru skrifuð eru allir bátar hættir loðnuveiðum.

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúarmánuði nam alls 312.221 tonni sem er umtalsvert meira en í febrúar í fyrra þar sem aflinn var 210.005 tonn. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

        Þá er komið að næstu fiskistofni sem fær að finna fyrir aflaklónni Aðalsteini. Svartkjaftur á yndislegasta veiðisvæði í heimi Rockhall. A.t.h. kaldhæðni. Á rockhall er sjaldan ein báran stök. Við fengum aðeins að finna fyrir því í byrjun þessara veiðiferðar. Það er hasar. Í fyrsta holi misstum við pokann í undirdjúpið og þrátt fyrir mikla leit þar sem nýja infrared hitamyndavélin fékk að njóta sín fundum við hann ekki aftur. Við vorum ekki eins farsælir og þeir á Sigurbjörgu ÓF. 

Togarinn Sigurbjörg ÓF, sem Þormóður rammi hf. gerir út, varð fyrir því óhappi í yfirstandandi veiðiferð að missa pokann frá trollinu í slæmu veðri. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist pokinn ekki aftur upp, þó svo staðsetning hans væri alveg ljós.Það var svo s.l. miðvikudag að pokinn kom í troll Sturlaugs H. Böðvarssonar AK og reyndist hann lítið laskaður. Troll Sigurbjargar er því komið í samt lag aftur.  Frá þessu er sagt frá á rammi.is

      Það þýðir lítið að grenja yfir höltum hundi og eftir nokkur vel valin blótsyrði var varapokanum skellt á og við erum eins og menn segja á góðri engil-saxnesku: ,,back in it". Við erum búnir að hífa 3 ágætis hol og við erum búnir að fylla neðsta lagið í báðum frystilestinum. 

Slúðurpakki dagsins er í boði:

FURUNO

  

 

logo-skot-300x79

  Þessi fyrsta auglýsing er ókeypis en við erum að leita að nýjum sponsor fyrir síðuna. Hafi þitt fyrirtæki áhuga á að stýra slúðrinu á vinsælustu skipasíðu Ísland sendið fyrirspurn á ajvinnsla@sjopostur.is

 

 

Fer þetta klúbbadæmi ekki að vera þreitt? Eftir misheppnaða tilraun veiðifélagsins Bloodgroup hafa sömu forsprakkar ákveðið að stofna fjórhjólaklúbb. Það virðist litlu máli skipta hvort að menn eigi fjórhjól eða hafi bílpróf yfir höfuð. Allir velkomnir.

Daði Þorsteinns er nýbúinn að landa samning við stórfyritækið Gilette. hann mun ekki vera andlit nýrrar auglýsingaherferðar heldur mun hann vera tilraunadýr fyrir nýja frumgerð af 8 blaða rakvél sem er á tilraunastigi þessa dagana.

Daníel virðist vera nýbúinn á Dale Carnegie námskeiði en þessi léttlyndi bryti er búinn að setja saman 5 ára plan og verður hann með námskeið fyrir skipsfélaga sína fljótlega.

Talandi um námskeið þá hyggur Heiðar á lífleikni námskeið með Herði Haraldssyni. Það fer fram í Kópavogi og mun Runólfur Ómar ásamt æskuvini sínum Geira Golden vera með sérstakan gestafyrirlestur.

Áhöfninn vill koma kveðjum til uppáhaldsútvarpsmanns okkar honum Gissuri Sig á Bylgjunni og erum við tilbúnir við síman allan sólarhringinn vilji hann taka púlsinn á okkur.  

Sæli er á leiðinni á Liverpool leik og hefur greiningadeild Péturs sett stuðulinn 1/35 að hann verði vitni að marki.

---

 Af öðrum fréttum er það helst að  

Norska rannsóknastofnunin Nofima hvetur norska síldarframleiðendur til þess aðnotfæra sér tækifæri sem skapast hafi vegna aukinnar neyslu á sjávarafurðum í Brasilíu.Markaðurinn er talinn munu vaxa úr 1,8 milljónum tonna í 2,4 milljónir tonna innan fárra ára.Nofima telur að unnt sé að selja síldina einnig í smærri hverfisverslunum og sér þá þannmöguleika að norskir síldarsalar fái innlenda aðila í Brasilíu til þess að sjá um að þíða síldina uppáður en hún fer í búðirnar.

Skýrt er frá þessu á vefnum fis.com 

 Á hverju ári hafa útvaldir fengið þau forréttindi að fara og skoða erlenda markaði og hafa verið farnar ferðir til Hvíta-Rússlands og Póllands. Spurningin er hvort að Benedikt útgerðastjóri fari nú ekki að bjóða manni til Brasilíu.

 


Reykjavík - Tokyo

Komið sælir lesendur góðir (og slæmir).

Loðnuvertíð er í hámarki núna og er sá stóri blái núna rétt fyrir utan uppáhaldseyju allra landsmanna, Vestmannaeyjar. Það má segja að loðnan sé að halda sína eigin þjóðhátíð í augnablikinu. -Góð veiði.

Loðnan er núna í sínu árlega ferðalagi á þvert yfir suðurlandið þar sem að hryggninjastofninn hittist og brýst þar út eitt allsherjar kynsvall þar sem að boðberar nýrra kynslóðar keppast um að búa nægilega vel að komandi loðnum. Loðnustofninn er búinn að vera mjög sterkur í ár og loðnufrysting hafin með látum. Vel gert.
Konichiwa, þýðir góðan daginn á japönsku, þetta lærði ég þegar að ég var að horfa á einhverja samúræja ræmu um daginn, Japanir eru góðir í mörgu sem þeir taka sig fyrir, það er gott að vita að japanskt/íslenska samstarfið sé að skila arði til þjóðarinnar. Ég átti nýlega í viðskiptasambandi við Japana og hann var mjög heiðarlegur þótt við værum ekki endilega sammála um verðið. Ég held að margir í flotanum eigi sögu af skemmtilegri samningaviðræðu við japana. Ég á allavega nóg.
Loðnuvertíðin er ólik öðrum veiðiskap, ef ég ætti að koma henni í samhengi við eitthvað sem að er skiljanlegt, þá myndi ég segja að ef að fiskiveiðar væru kynlíf þá væri loðnuvertíðin sjortari. Hún tekur fljótt af, það er mikið um svita, hávaða, öskur og læti meira að segja það að kasta nótinni tekur stuttan tíma í samanburði við trollið. Kolmunaveiðar eru meira svona eins og tantra, þar er skipt á hraða og ákefð fyrir aukinn tíma og næmni.
Hvaða mynd er framan á tíkalinnum? Næst þegar að þú borgar með honum hugsaðu þá um loðnuna og áhrif hennar á okkur.



-Aðalsteinn Jónsson SU 11


Hafið gefur, hafið tekur.

Fyrir þá sem misstu af þessu viðtali í gær, þá er hægt að sjá það hérna fyrir neðan. Þetta er epísk frásögn af sjóslysi. Mér varð hugsað til ykkur strákar. Þetta sýnir enn og aftur mikilvægi vina okkar hjá Sæbjörgu, Slysvarnaskóla sjómanna. Vona þið...

Kóngurinn er mættur aftur, lengi lifi kóngurinn hipp hipp...

Kóngurinn er mættur aftur, þá er ég ekki að tala um Thierry Henry sem var í þessum rituðu orðum að setjann á móti Leeds. (Davíð og ómari til mikils móða) Nei ég er að tala um skipabloggskónginn. Ég vil byrja á því að óska aðdáendum mínum gleðilegs "nýss"...

Hrekkjalómar og önnur ofurmenni.

Í ljósi umræðunar sem hefur skapast vegna fávitana á Erlingi KE-140 Þá ákvað ég að taka sjáfan í væga naflaskoðun. Þurka af kuskið og gera upp gamlar syndir. Flestir sjómenn hafa nú slegið á létta strengi og þótt húmorinn sé oft í grófara lagi þá held ég...

Fiskiorgía.

Jææææææjjaaaaaaaaaaa. Síldarbanarnir á AJSU Ellefu eru mættir á miðin brakandi ferskir eftir seinasta túr þar sem að Tandrabergsstrákarnir tóku á móti smekkfullu skipi af eðal flakaðri síld. Við erum núna í þessum skrifuðu orðum að eltast við síldina...

Fusi Takisima

Hæja! Við erum komnir aftur í samband við umheiminn eftir smá bilun í gervihnattamótakara. Mikið álag var víst á skrifstofunni þar sem að áhyggjufullar eiginkonur hringdu til að athuga með sína menn og hversvegna þeir höfðu hunsað tilkynningaskylduna :)...

Cold as ice.

Jæja... Veiðifréttir: sjá botn. http://www.mbl.is/smartland/utlit/2011/08/24/fryst_lifandi_til_ad_vidhalda_fegurdinni/ Ef þú lesandi góður ert búinn að lesa þessa greina þá ertu sjálfsagt margs fróðari. Svo að ég komi mér að efninu þá er Þrumu Þór með...

"Þetta er svona ákveðinn gæðastimpill !"

Jæjæ. Ég kem fressferskur úr fríinu og el manninn vel á nýafstaðinni þjóðhátíð sem stendur alltaf fyrir sínu. Reyndar saknaði ég þess að gæða mér á lunda og hlusta á ljúfa munnhörputóna hjá vini mínum honum Agnari en hann var vant við látinn þetta árið....

Pressublogg

Byrjum þetta á hinu ó svo klassíska jæjanu. Við erum á heimleið núna í fjörðinn fegursta og eigum að landa á fimmtudaginn. Með kjaftfullan bát af brakandi ferskum þjóðhátiðarmakríl er veiddist við eyjuna grænu. Skipscelebbið varð ekki við áskorun minni...

Séð og heyrt.

Jæja við erum núna að sigla suður af Hornafirði að elta makrílinn uppi eins og feitur krakki hleypur á eftir ísbílnum. Komnir með circa 180 tonn í frystinn og allt gengur eins og í lygasögu. Þessa stundina erum við með 2 aukafarþega og þá er ég ekki að...

Næsta síða »

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband