Leita í fréttum mbl.is

Hvað er í gangi?

Veiðin er eitthvað að glæðast hjá okkur og erum við núna skriðnir yfir 300 tonna múrinn og stefnir allt í mun styttri túr heldur en sá svarti (Runólfur) spáði fyrir um. Ef heldur sem horfir gætum við dottið í land  snemma í næstu viku.

Nýr dagskráliður er að ryðja sér til rúms en það er óskalagahorn Heinkós á nóttunum. DJ Heinkó er búinn að vera að þeyta skífum og hrannast inn óskalögin. Tónlistarsmekkur manna er misjafn t.d. vill Þórarinn bara hlusta á reggae og vövðavinur hans Sæli hlustar bara á tónlistarmenn sem mála sig mikið eins og Kiss og Lady Gaga. kristinn Helgi er hinsvegar hrifinn af diskó smellum sem láta hann hrista skankana eins og naut í flagi.

Búið er að koma tippkeppni af stað fyrir leiki helgarinnar í ensku og leggja menn þar undir kók og prins í sjoppuni. Undirritaður ætlar sér núna að vinna upp stórslysið eftir HM í sumar. Greiningadeild Seðla Péturs setur stuðulinn 1.6 á að Pabbakútur taki pottinn.

Orðið á göngunum segir það að Lolli fái einhverskonar meltingartruflanir þegar að hringt er í hann frá Bylgjunni. Ekki er enn búið að nafngreina þennan sjúkdóm en hann lýsir sér í löngum ferðum á koppinn þegar von er á símtali.

Þór hefur ekki enn komist að því hver eftirherman er. Hann hefur samt fengið nokkrar vísbendingar og er aðeins tímaspursmál hvenær hann kemst að hinu sanna.

 kv. Allinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ja ja ,. auðvitað ad byrja med tessa keppni þegar hm meistarinn er i frii

ingvar (IP-tala skráð) 20.9.2010 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband