Leita í fréttum mbl.is

'Uti er vonandi ævintýri.

Góða kvöldið lesendur.  Þar sem að fréttaflutningur hefur verið með því allara minnsta sem sést hefur þá hef ég ákveðið að taka lyklaborðið í mínar hendur þennan túrinn og vera með það allra heitasta sem er að gerast hér um borð.

Við fórum frá Bodo kl 10 á sunnudagskvöld eftir að vera búnir að vera í löndum síðan á föstudag, alltaf jafn skjót vinnubrögð sem að þeir sýna þarna í noregi.  Ekki nóg með það þá erum við farnir að þurfa að landa sjálfir grútnum þegar það er að verða búið vegna þess að þeir eru alltof góðir með sig að þeir geta ekki farið niður í lest og klárað.  Ekki eru nú allir jafn sáttir með þetta eins og gefur að skilja þar sem að löndunarfríið er ennþá í kjarasamningunum, eða var það allavega fyrir kreppu!

 En erum núna staddir í Noregslögsugu og búnir að láta það fara og í leiðinni þurftum við að lengja grandarana.  Ljósa-status eftir 2. tíma tog er auminginn og lítið að sjá en það er blíða.

Ekki er ennþá á hreinu hvort eigi að flaka restina af kvótanum og gera einn túr eða heilfrysta og fara 2 en ég vona að það fari að skýrast því menn eru orðnir ansi þreyttir á þessu ævintýri hérna norður frá...

segjum ekki meir í bili. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband