Leita í fréttum mbl.is

fljótt skipast veður í lofti

margblessuð og sæl öll sömul, þá er komið því heitasta.  fyrsta holið okkar var nú ekki til að hrópa húrra fyrir en það var togað stutt og lítið sem ekkert í en keyrðum af stað í fréttir af alvöru frændum okkar færeyingum þar sem þeir voru að mokfiska.  þegar við komum á bleyðuna létum við það fara fljótlega en við neyddumst til að hífa það fljótlega líka þar sem að veðrið er ekki lengi að rífa sig upp hér í myrkrinu og kom út úr því einhver 140 tonn sem við vorum ekki lengi að sturta niður í lest en úr þessu rættist  og höfum við verið að fiska vel.  höfum ekki þurft að toga mikið lengur en 2 tíma í senn og fengið út úr því öll ljós rauð, og segir Daði að hann hafi ekki séð jafn stórar torfur í sinni skipstjóra tíð síðan síldarævintýrið mikla hófst hér í "den".  niður í lest eru komnir tæpir 9000 kassar and counting. 

 nú er það komið á hreint að þetta er okkar síðast túr hér í norskum sjó á þessu ári og eru menn nokkuð ánægðir með það almennt held ég, þó svo leiðin liggi aftur heim á kreppu-klakann. löndunar dagur er ennþá óljós, svo er skipið er á leiðinni í slipp til akureyrar þar sem það verður málað og viðhaldi sinnt.

facebookið er að gera öllum gott hér um borð eða þó sérstaklega þeim sem að sjá um efrihluta vinnslunnar, látum þau orð nægja...

kv. the red devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verið velkomnir heim, allir saman .

Ein af eiginkonunum (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: Dunni

Þið eruð flottir strákar.  Frábært að heyra þegar vel gengur.

Áfram Austri

Dunni, 11.11.2008 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband