Leita í fréttum mbl.is

Veiði og veðurblíða

Já góðann daginn allir sem einn, nú verða sagðar smá fréttir. Helsta er að það er greinilega komið sumar á okkar gjöfulu fiskimiðum.  Það hefur verið nóg að gera hja okkur núna síðustu daga í frystingu, byrjuðum á einu holi austur í smugu og var afraksturinn ekki einu sinni frásögufærandi.  En allt annað er uppi á teningnum núna og erum við komnir á hið fræga drekasvæði og hefur veiðin verið upp og niður en við höfum náð að fiska í frystinguna.   Einhverjir byrjunarörðuleikar settu mark sitt á leikinn í flökunarvélunum og þurftu allir að taka á honum stóra sínum við að koma þeim almennilega í gang, já ásamt bara öllu saman þar sem þetta hefur ekki verið hreyft síðan í nóvember.  Þetta er farið að rúlla vel núna og eru sennilega komnir niður ein 170 tonn í frost. 

Svo vil ég nota tækifærið og hvetja alla til að skella sér á hina frægu fiskidaga á Dalvík en þar verður Kristinn Snorrason aka Kiddi Mellon með stórskemmtilega sýningu fyrir gesti og gangandi við höllina sína.  

Afmælisbarn túrsins er enginn annar en kraftlyftingarjötuninn Þórarinn Traustason og óskum við honum til hamingju með það, en hann yngist bara og yngist með árunum.

látum þar við sitja 

Kv. Allinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Uppsjávarskipið

Aðalsteinn Jónsson SU-11
Aðalsteinn Jónsson SU-11
Heimasíða Aðalsteins Jónssonar SU-11
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband